top of page
11.jpg

MANNRÉTTINDI
OG SAMFÉLAG

Samfélagsleg verk mín fjalla oft um mannréttindi, hvernig lítilmagnar verða fyrir ranglæti, kúgun eða misbeitingu valds, og á það hvort heldur er við um börn eða þjóðarbrot svo dæmi séu tekin.

7.jpg

NÁTTÚRA OG SAMSPIL MANNS OG NÁTTÚRU

Viðfangsefni þessa hluta listar minnar eru oft vistfræðilegs eðlis, verkin velta upp sjónarhornum á einstaka þætti í umhverfi okkar eða aðkomu okkar að náttúrinni. Í sumum fyrstu verkanna vinn ég með áhrif mengunar á umhverfið,  skoða  uppblástur, bráðnun jökla og svo framvegis.  Annar flötur tengist gróðursetningu og sáningu. 

anna-24.jpg

NEYSLA OG NEYSLUSAMFÉLAG

Neyslusamfélagið er yrkisefni í mörgum verka minna. Þar tefli ég fram andstæðum eins og ofgnótt andspænis skorti. Meginuppistaða þessara verka eru fundir hlutir, hlutir sem hafa lokið upprunalegu hlutverki, en bera oft með sér merki notandans.

Annar flötur á neyslusamfélaginu kemur fram í verkum þar sem  til dæmis einnota vírherðatré verða efniviður í innsetningar og skúlptúra. Í flestum tilfellum hefur sá efniviður lokið hlutverki sínu um leið og nýhreinsuð flíkin er komin að fataskápnum,  en öðlast nýjan tilgang í listaverkum.

bottom of page